Bli medlem
Bli medlem

Du är här

2021-07-15

Kaup Reita á verslunareignum af Festi fasteignum ehf.

Eins og tilkynnt var um þann 30. júní sl. (sjá hér), gengu Reitir til samninga við Festi fasteignir ehf. um kaup á fjórum fasteignum. Um er að ræða fasteignir að Háholti 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut 1 á Akranesi, Hafnargötu 2 á Reyðarfirði og Austurvegi 1-5 á Selfossi.

Upplýst hefur verið að forkaupsréttarhafi að fasteigninni að Austurvegi 1-5 á Selfossi, hyggst nýta rétt sinn. Leiðir það til þess að Reitir munu festa kaup á þeim þremur fasteignum öðrum sem samningarnir ná til, og verður heildarvirði kaupanna því 3.286 m.kr., leigutekjur af eignunum á ársgrunni verða um 254 m.kr. og áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar þá um 196 m.kr. á ársgrundvelli. Vinnsla áreiðanleikakannana á framangreindum eignum er í gangi og mun afhending eignanna fara fram að öllum fyrirvörum uppfylltum.

Nánari upplýsingar veita:
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita fasteignafélags í síma 660 3320 og á gudjon@reitir.is
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita fasteignafélags í síma 669 4416 og á einar@reitir.is


Författare GlobeNewswire