
Du är här
Arion banki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa
Arion banki hf. lauk í dag útboði á sértryggða skuldabréfaflokknum ARION CB 27 fyrir samtals 4.860 m.kr.
Í heild bárust 16 tilboð að fjárhæð 5.260 m.kr að nafnverði í flokkinn ARION CB 27 á ávöxtunarkröfu á bilinu 8,10-8,40%. Tilboð að nafnvirði 4.860 m.kr. á kröfunni 8,20% voru samþykkt. Bankinn gefur einnig út 21.620 m.kr. í flokknum til eigin nota.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Ísland þann 5. apríl 2023.
Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171, eða Gunnars Erlingssonar, Markaðsviðskiptum, gunnar.erlingsson@arionbanki.is, s. 858 3292
Viðhengi