Bli medlem
Bli medlem

Du är här

2021-02-23

Eik fasteignafélag hf.: Uppgreiðsla á EIK 15 1

Eik fasteignafélag hf. hefur ákveðið að greiða upp skuldabréfaflokk sinn EIK 15 1, ISIN IS0000026300. Um er að ræða verðtryggðan skuldabréfaflokk sem gefinn var út árið 2015.

Upphafleg höfuðstólsfjárhæð var 3.300 m.kr. að nafnverði og nema eftirstöðvar skuldabréfanna nú um 3.348 m.kr. Skuldabréfin bera 1,5% uppgreiðslugjald samkvæmt skilmálum.

Uppgreiðslan mun fara fram á næsta gjalddaga, þann 10. mars 2021, og verður að fullu fjármögnuð með óverðtryggðu bankaláni sem félagið hefur tryggt sér.

Í kjölfar uppgreiðslu skuldabréfaflokksins verður flokkurinn tekinn úr viðskiptum á skipulegum markaði og afskráður í samráði við Nasdaq Iceland og Nasdaq verðbréfamiðstöð.

Nánari upplýsingar veitir:
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980


Författare GlobeNewswire