Bli medlem
Bli medlem

Du är här

2021-07-16

Kvika banki hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) þann 21. apríl 2021 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa allt að 5,00% af útgefnum hlutum í félaginu, sem jafngildir allt að 235.335.912 hlutum m.v. heildarhlutafé þess dags, m.a. í þeim tilgangi að stjórn gæti komið á formlegri endurkaupaáætlun.

Á grundvelli þeirrar samþykktar ákvað stjórn Kviku þann 27. maí 2021 s.l. að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á allt að 117.256.300 af eigin hlutum, í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé bankans. Í dag á Kvika á enga eigin hluti en dótturfélag bankans, TM tryggingar hf. á 6.400.000 hluti sem félagið átti við sameiningu TM hf. og Kviku.

Arion banki hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð Kviku. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 25% af meðaldagsveltu undangenginna 20 viðskiptadaga en þó aldrei hærra en 2.000.000 hlutir og skal hámarksverð í kaupum vera verð síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í Kauphöll Nasdaq Iceland. Arion banki hf. hefur samkvæmt samningi aðila heimild til að hefja endurkaup þann 19. júlí nk. og endurkaupaáætlunin er í gildi til til aðalfundar Kviku banka á árinu 2022 eða þar til endurkaupum á 117.256.300 eigin hluta er lokið, hvort sem gerist fyrr.

Viðskipti bankans með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglur.


Författare GlobeNewswire