Bli medlem
Bli medlem

Du är här

2021-10-25

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43 - Lok endurkaupaáætlunar

Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti endurkaupaáætlun félagsins þann 27. september 2021 og var henni hrint í framkvæmd þann 1. október 2021, sbr. tilkynningu til kauphallar þann 30. september 2021. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. 

Í 43. viku 2021 keypti Reitir fasteignafélag hf. 437.968 eigin hluti að kaupverði 35.162.440 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti
25.10.202113:23250.00080,50020.125.0003.650.000
25.10.202115:10187.96880,00015.037.4403.837.968
  437.968 35.162.4403.837.968

Endurkaupaáætlun Reita fasteignafélags hf., sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 27. september 2021, er nú lokið. Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup félagsins nema allt að 4.000.000 hluta og heildarkaupverð mátti ekki nema hærri fjárhæð en 300 milljónum króna. Endurkaupaáætlunin var í gildi til 31. janúar 2022 nema öðru hvoru framangreindra marka yrði náð áður. Félagið hefur nú keypt samtals 3.837.968 hluti fyrir samtals 299.999.940 kr. og er því framangreindu marki um hámarks fjárhæð sem keypt verður fyrir náð. Reitir eiga nú samtals sem nemur 0,49% af heildarhlutafé félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á einar@reitir.is.


Författare GlobeNewswire